Stutt yfirlit (fyrir notendur í fljótri yfirferð)
- Ábyrgð til einstaklinga/neytenda: 24 mánuðir frá afhendingu.
- Ábyrgð til fyrirtækja: 12 mánuðir frá afhendingu.
- Gildir fyrir framleiðslugalla í eðlilegri notkun.
- Undanþegið: slitvarahlutir (síur, reimar, legur o.fl.), röng notkun og utanaðkomandi skemmdir.
- Reglulegt viðhald þarf að vera skjalfest til að ábyrgð haldi gildi.
- Galli skal tilkynntur skriflega innan 30 daga frá því hann kemur í ljós.
- Hitatækni ákveður hvort farið er í viðgerð eða skipti.
- Flutnings- og ferðakostnaður getur verið á ábyrgð kaupanda.
- Engin ábyrgð á óbeinum tjónum eða rekstrartapi.
Fullir skilmálar
- Gildissvið
Þessir skilmálar gilda um sölu, afhendingu og þjónustu á vörum og búnaði frá Hitatækni Skilmálarnir víkja ekki lögbundnum neytendaréttindum, samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 eða öðrum lögum er gilda um viðskipti Hitatækni. við neytendur, eins og það hugtak er skilgreint samkvæmt framangreindum lögum.
- Ábyrgðartími
Til endanotenda (einstaklinga/neytenda): 24 mánuðir frá afhendingu. Til fyrirtækja: 12 mánuðir frá afhendingu.
- Hvað fellur undir ábyrgð
Ábyrgðin nær til framleiðslugalla og gallaðra varahluta sem koma fram við eðlilega notkun,
- Undanþágur frá ábyrgð
Ábyrgðin nær ekki til slit- og neysluvöru (síur, reimar, legur o.fl.), skemmda vegna rangrar notkunar, ofálags, óviðeigandi uppsetningar eða skorts á reglulegu viðhaldi, né skemmda sem rekja má til utanaðkomandi þátta s.s. eldsvoða, vatnstjóns, rafmagnstruflana eða náttúruhamfara. Einnig fellur ábyrgð niður ef breytingar eða viðgerðir eru framkvæmdar án atbeina Hitatækni.
5. Viðhald
Reglulegt viðhald er forsenda þess að ábyrgð haldi gildi. Viðskiptavinur skal tryggja að viðhald sé skjalfest og í samræmi við leiðbeiningar.
- Ferli við ábyrgðarkröfu
Galli skal tilkynntur skriflega innan 30 daga frá því hann kemur í ljós. Hitatækni metur hvort um ábyrgð sé að ræða og ákveður viðeigandi úrræði. Flutningskostnaður, ferðakostnaður og ferðatími starfsmanna Hitatækni er almennt á ábyrgð kaupanda, nema annað sé sérstaklega um samið.
- Takmörkun ábyrgðar
Hitatækni ber ekki ábyrgð á óbeinum tjónum, svo sem rekstrartapi eða afleiddum skaða. Hámarksábyrgð takmarkast við verðmæti þeirrar vöru eða verks sem krafan snýst um.
- Greiðsluskilmálar
Greiðsluskilmálar eru samkvæmt reikningi og samningi hverju sinni. Vextir og dráttarvextir leggjast á ógreiddar fjárhæðir samkvæmt gildandi lögum.
- Afhending og áhætta
Áhætta flyst til kaupanda við afhendingu vöru. Hitatækni ber ekki ábyrgð á seinkun sem orsakast af atvikum sem fyrirtækið ræður ekki við.
- Force majeure
Tilvik sem rekja má til óviðráðanlegra atvika, þar á meðal náttúruhamfara, verkfalla, stríðsátaka eða annarra sambærilegra aðstæðna getur aldrei talist vanefnd Hitatækni
- Lög og ágreiningur
Skilmálarnir lúta íslenskum lögum. Komi upp ágreiningur skal hann reynt að leysa með samningum, ella fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Neytendur (sbr. lög nr. 48/2003 um Neytendkaup) geta borið ágreiningsmál undir Neytendastofu eða Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.