Loftgæði í áskrift fyrir húsfélög

Öll þekkjum við hve mikils virði hreint og gott loft er en færri vita hvað þarf til að viðhalda loftgæðum heimila og vinnustaða. Loftræstibúnaður skiptir þar mjög miklu máli.

Nauðsynlegt er að skipta um loftsíur á ársfresti, hið minnsta, til að koma í veg fyrir aukin kostnað við hreinsun loftstokka. Ef ekki er skipt reglulega um loftsíur verða loftgæðin í húsnæðinu mun verri og oft hættuleg heilsu manna þar sem myndast getur gróður, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á undanförnum árum hefur uppsetning á loftræstibúnaði í nýbyggingum aukist verulega. Einfaldara getur það ekki verið.

Hitatækni býður áskriftarþjónustu fyrir húsfélög og sendum við loftsíurnar þegar tími er kominn til að skipta um ásamt leiðbeiningum um hvernig það skuli gert.

Til að fá upplýsingar um síuáskrift fyrir húsfélag fyllið út formið að neðan: