Verkefni

H2-Höfðatorg, 9 hæða skrifstofu og þjónustuhúsnæði 

Búnaður frá Hitatækni er notaður í þessu verkefni:

Mótorlokar frá Belimo

Kæliraftar frá Trox Auranor

Flæðilokur (VAV) frá Trox 

 

Advania Datacenter Fitjum Reykjanesbæ

Hitatækni sá um að útvega um  42 þakviftur í gagnaverið sem notaðar eru til kælingar. Þessar þakviftur er engin smásmíði, þær eru 1,36m í þvermál, rúm 400 kg hver og afkasta 124 þús m3/klst (per viftu) miðað við 150Pa. Þessi búnaður sem er af tegundinni HGT-125-4T/6-50 kemur frá Sodeca.

 

Verne Datacenter

Stækkun á Gagnaveri, allur jaðarbúnaður sem notaður er í þessari framkvæmd er frá Hitatækni ehf. Mjög miklar kröfur voru gerðar um nákvæmni og gæði alls búnaðar.

Hitaskynjarar eru frá Thermokon (um 300 stk.)

Þrýstiskynjarar og flæðiskynjarar eru frá Thermokon (um 240 stk.)

Mótorlokar og spjaldlokumótorar eru frá Belimo (um 130 stk.)

Reykskynjarar í stokk eru frá Regin  (um 50 stk.)

Fosshótel Reykjavík  ( Höfðatorg )

Stærsta hótel landssins, 16 hæða hátt, um 17 þúsund fermetrar og 342 herbergi. Nánast allur stjórn-og stýribúnaður, jaðarbúnaður, Loftræsikerfi, Hússtjórnarkerfi er frá Hitatækni ehf.

Þetta er með stærri verkefnum þar sem nánast allur búnaður / kerfi er frá Hitatækni ehf. Eins og flestir vita þá var hótelið byggt á mjög skömmum tíma þannig að allar pantanir á búnaði þurfti að koma á réttum tíma.

Loftræsisamstæður 9 kerfi frá Komfovent, auk fjölda annara blásara ásamt reykblásurum frá Sodega og Trox.

Brunalokur um 400 stk. eru frá Trox

Prófunarbúnaður fyrir brunalokur er frá OnControl

Mótorlokar ásamt spjaldlokumótorum eru frá Belimo

Loftflæðilokur VAV eru frá Trox

Bílakjallara blásarar eru frá Sodega

Hússtjórnarkerfi er frá Alerton