Fréttir

Stækkun á Gagnaveri allur jaðarbúnaður sem notaður er í þessari framkvæmd er frá Hitatækni ehf. Mjög miklar kröfur voru gerðar um nákvæmni og gæði alls búnaðar. Hitaskynjarar eru frá Thermokon (um 300 stk..) Þrýstiskynjarar og flæðiskynjarar eru frá Thermokon (um 240 stk.) Mótorlokar og spjaldlokumótorar eru frá Belimo (um 130 stk.). Reykskynjarar í stokk eru frá Regin (um 50 stk.)

VERNE DATA CENTER

Heinz Trox aðaleigandi Trox féll frá 1.október síðastliðin, 81 árs að aldri. Eftir að hafa útskrifast úr vélaverkfræði frá Háskólanum í Munich, byrjaði hann sinn feril sem verkfræðingur í Bandaríkjunum. Árið 1959 færði hann sig um set og réði sig til starfa hjá Trox Gmbh í Þýskalandi. Hann sá m.a. um utanlandsviðskipti, framleiðslu og vöruþróun. Hann tók setu sem stjórnarformaður fyrirtækisins 1981. Árið 2001 hætti hann sem stjórnarformaður og settist í ráðgjafarnefnd fyrirtækisins og varð formaður þeirrar nefndar árið 2012.

Frá því í október hafa þær samstæður sem hingað til hafa verið með C3 stjórnbúnaði verið uppfærðar í C3.1. Þetta á aðallega við Kompakt Recu samstæður með plötuvarmaskipti. Þessi breyting felur í sér breytt viðmót á stjórnborði og það verður notendavænna, einnig eru fleiri stillingar í boði. Þetta stjórnborð hefur nú þegar reynst vel með öðrum samstæðum sem eru með stjórnbúnaði C5.1.

Pages