Fréttir

Belimo býður upp á loka sem er í raun og veru þrýstijöfnunarloki, en hann heldur stöðugu rennsli þrátt fyrir mismunaþrýsting á bilinu 16 til 350kPa.

Lokinn fæst í mismunandi stærðum:

C215QP-B: DN15, 210 l/h

C215QP-D: DN15, 420 l/h

C215QP-F: DN20, 980 l/h 

Við hjá Hitatækni erum með til sýnis hjá okkur Domekt R 400 V loftræsisamstæðu með varmahjóli og stjórnkerfi C6.1 frá Komfovent. Samstæðan er með rafmagnselementi og afkastar um 300 m3/klst. hentar vel fyrir lítil heimili. 

Fan Optimiser frá Belimo er mjög góður kostur til að þrýstistýra loftræsisamstæðum. Hægt er að stjórna afköstum samstæðu sem tekur mið af stöðu spjalda í VAV lokum eða með öðrum orðum, um leið og VAV lokar eða opnar sendir Fan optimiserinn boð til samstæðu um að minnka eða auka afköst til að viðhalda sama þrýstingi í kerfinu. Ekki þarf að eyða tíma í stilla kerfi eins og þegar stýring með þrýstiskynjara í stokk er notuð. Með fan optimiser næst mun nákvæmari stýring og einnig minnkar orkukostnaður til muna.

Pages