Fréttir

Dagana 9. – 13 október var haldið námskeið í Hitatækni, þar sem sérfræðingur frá fyrirtækinu Fidelix í Finnlandi kom og kynnti hvernig uppsetning og forritun á búnaðinum frá þeim virkar.

Fidelix er fyrirtæki sem sérhæfir sig í umsjónarkerfum fyrir byggingar og stýringum fyrir ýmiss kerfi. Allar stjórneiningar frá Fidelix eru frjáls forritanlegar og er allur hugbúnaður sem notaður til þess að forrita alveg frír (engin áskriftargjöld).

Fidelix er fyrirtæki sem er mjög framarlega á sýnu sviði, með mikla markaðshlutdeild í sýnu heimalandi og samstarfsaðila í öllum heimsálfum.

Komnir eru nýir þakblásarar CRF/EW frá Sodeca sem eru opnanlegir og auðvelt er að þrífa, einnig hljóðlátir. Hentugir til loftræsingar fyrir þjónustu og iðnaðarhús.

Meiri upplýsingar hér

Belimo býður upp á loka sem er í raun og veru þrýstijöfnunarloki, en hann heldur stöðugu rennsli þrátt fyrir mismunaþrýsting á bilinu 16 til 350kPa.

Lokinn fæst í mismunandi stærðum:

C215QP-B: DN15, 210 l/h

C215QP-D: DN15, 420 l/h

C215QP-F: DN20, 980 l/h 

Pages